Mjög skemmtilegt námskeið fyrir áhugasama því þeir kynnast mörgum hliðum á smíði með fjölbreyttum vönduðum aðferðum í góðu umhverfi. Kennarinn kryddar mjög efnið með þekkingu sinni og fjöldi þátttakenda er stillt í hóf og hver hefur sína vinnuaðstöðu/hefilbekk fyrir sig allan tímann.
Námskeiðið byggir á grunn tækni við tálgun og þarf því enga færni fyrirfram og börn og unglingar geta komið með fullorðnum á þetta námskeið. Boðið er upp á fjölbreytt og ólík verkefni annað hvort í gerð nytjahluta eða skrautmuna sem nýst geta sem gjafir eða til eigin nota.
Þetta námskeið er hugsað sem beint framhald af Trérennsli I.Grunnnámskeiðið fór vel í undirstöðuatriðin en á þessu framhaldsnámskeiði er hægt að kafa aðeins dýpra í þetta skemmtilega áhugamál.Markmiðið er að byggja ofan á grunninn, ná betri tökum á rennijárnunum og skerpa á tækninni.
Þetta námskeið er hugsað sem beint framhald af Trérennsli I.Grunnnámskeiðið fór vel í undirstöðuatriðin en á þessu framhaldsnámskeiði er hægt að kafa aðeins dýpra í þetta skemmtilega áhugamál.Markmiðið er að byggja ofan á grunninn, ná betri tökum á rennijárnunum og skerpa á tækninni.
Tréútskurður hefur verið eitt vinsælasta námskeið okkar í mörg ár en um 200 manns hefur komið á þetta námskeið sem er frábært fyrir þá sem vilja byrja á þessu vinsæla handverki.
Allt er útvegað og þátttakendur þurfa engan grunn að hafa, aðeins mæta með opin huga og njóta námskeiðsins.
Að nýju höldum við námskeið í hnífasmíði sem Jói byssu- og hnífasmiður heldur hjá okkur en aðeins eitt verður haldið í vetur. Hnífur verður fullsmíðaður á námskeiðinu en hver hannar sinn hníf eftir eigin höfði með ráðgjöf frá leiðbeinanda. Jói gefur góða leiðsögn um val á hráefni í hnífasmíðina í upphafi.