Námskeiðið er fyrir þá sem hafa farið áður á námskeið í silfursmíði, hjá okkur eða öðrum eða hafa smíðað eitthvað úr málmum eða silfri.
Helga gullsmiður hefur unnið og framleitt skartgripi í mörg ár og hafa skartgripir hennar t.a.m. mótast af víravirkistækninni góðu. Einnig hefur hún kennt hjá okkur í nokkur ár og er þetta námskeið einhverskonar framhaldsnámskeið en samt er byggt áfram á grunntækninni sem ávallt þarf að viðhalda og allskonar nýjungum skotið inn s.s vírum, keðjum, steinum og allskonar skemmtilegu.
Þar sem þetta er fyrir fólk sem hefur áður prófað að smíða úr silfri þá byggir þetta líka meira á sjálfstæði einstaklingsins og hann velur meira þau verkefni sem hann vill smíða. Gefst líka meiri tími með Helgu til að hanna og undirbúa verkefnin áður en þau eru smíðuð.
Einnig gefur svona langt námskeið miklu meiri ró til að ná góðum tökum á tækninni og þá lærir maður miklu meira og á auðveldara með að halda áfram að smíða heima fyrir.