Námskeið

Húsgagnasmíði I

Staða
Ended
Verð
98000
Námskeið ended

Gústav Jóhannssonhefur í mörg ár rekið eigið húsgagnafyrirtæki undir merkinu Agustav (nánar á agustav.com).

Á námskeiðinu verður lagt upp úr því að þátttakendur ráði vel við verkefnin og mun Gústav fara vel yfir allt ferlið í upphafi og kynnast hópnum.

Smíðað verður fallegt box úr fallegum harðvið með einfaldari aðferðum en áður. Þar sem fyrsta verkefnið mun klárast á nokkrum kvöldum. þá er stefn á fleiri spennandi verkefni þar sem nemendur kynnast fleiri aðferðum og möguleikum við áhugamannasmíðar.

Námskeið fyrir þá sem vilja læra að nota handverkfæri og vélar við fínsmíði á ýmsum hlutum s.s. húsgögnum og nytjahlutum.

Kúnstin er að læra mæla, saga og hefla með ýmsum verkfærum sem henta hverju sinni og setja saman vandaðan hlut.

Mjög skemmtilegt námskeið fyrir áhugasama því þeir kynnast mörgum hliðum á smíði með fjölbreyttum vönduðum aðferðum í góðu umhverfi.

Kennarinn kryddar mjög efnið með þekkingu sinni og fjöldi þátttakenda er stillt í hóf og hver hefur sína vinnuaðstöðu/hefilbekk fyrir sig allan tímann.

Þú munt læra

Að nota handverkfæri, ss hefla, sporjárn, sagir, og hin ýmsu mælitæki til trésmíða og nota vélar til að einfalda okkur smíðina.

Vandað námskeið í grunntækni við húsgagnasmíði þar sem kennarinn fer vel yfir tækni og leiðir að verkefnum.

Smíðaður er kassi/box sem sem fyrsta verkefni og fleiri verkefni bætast við eins og tíminn leyfir.

Allt efni er innifalið og verkfæri útveguð.

Leiðbeinandi: Gúsvav Jóhannsson.

Dagsetningar

6-29 febrúar
5-28 mars