Þetta námskeið er hugsað sem beint framhald af Trérennsli I.Grunnnámskeiðið fór vel í undirstöðuatriðin en á þessu framhaldsnámskeiði er hægt
að kafa aðeins dýpra í þetta skemmtilega áhugamál.Markmiðið er að byggja ofan á grunninn, ná betri tökum á rennijárnunum og skerpa á tækninni.
Þetta námskeið er jafnlangt Trérennsli I (17-21 á föstudegi og 10-16 á laugardegi) og hentar því eflaust vel þeim sem ekki hafa tök á að mæta
á lengra framhaldsnámskeiðið; Trérennsli – 6 skipti.Eins og á Trérennsli I þá eru öll tæki og tól á staðnum.Þátttakendur fá til afnota frábæra rennibekki
í fullri stærð, úrval af rennijárnum, aukahlutum, sandpappír og yfirborðsefnum.
Trérennsli II Skálar natural
22
jan