Fréttir

NÝTT VEFSVÆÐI HANDVERKSHUSID.IS

Heil og sæl,

 

þó við séum íhaldsamir handverksmenn og höldum vöruúrvali okkar í  gömlu góðu gæðaverkfærunum þá fylgjumst við samt með tækninni.

Með stolti uppfærum við vefverslun okkar í þriðja sinn og munum þróa síðuna og  vöruúrvalið samhliða breytingum hverju sinni.

Ýmsar vörur eru á lager hjá okkur sem fyrr og aðrar er hægt að sérpanta í gegnum okkur á hagstæðum kjörum.

Samstarf okkar við Axminster verkfærakeðjuna í Bretlandi hefur þróast mikið og allar þeirra vörur eru í boði hjá okkur, www.axminster.co.uk (nánar á sér síðu um samstarfið HÉR)