Óflokkað

Tálgudagur fjölskyldunnar 27. maí

Við endurvekjum tálgudag fjölskyldunnar sem sló í gegn árið fyrir covid skemmtilegheitin  : )  Ólafur Oddsson tálgumeistarinn okkar hafði veg og vanda að þeim degi en hann lést í upphafi þessa árs eftir stutta baráttu við veikindi.  Í minningu Óla okkar viljum við halda tálguninni og allri grænni hringrásarhugsun á lofti með þessum degi og heiðra minningu Óla okkar.

Þetta verður bara skemmtilegur skapandi dagur hér á lóðinni okkar og okkar handverksmenn sýna handbragðið.  Börnin geta tekið þátt í örnámskeiði og fengið leiðsögn um tálguaðferðir og fengið að prófa tálgunina.

Pylsur á grillinu og börnin fá litla tálgugjöf sem hvatningu til að leika sér líka í skjálausum leik.

Tiolboð á tálgusettum og hnífum þennan dag og vikuna á undan.