Heil og sæl,
hjúkk maður…jólin eru að koma og snjórinn gerir þau enn skemmtilegri en jólasteikin er alltaf á sínum stað. Nú er síðasta veiðihelgi rjúpnaveiðimanna og það lítur ágætlega út með veiðiverður víðast hvar á laugardaginn. Undirritaður ætlar að bregða sér norður í heimabyggð á Grenivík og arka til fjalla með nesti og nýja skó. Já hefðir í kringum jólin eru alveg ómissandi og jólarjúpan, lyktin af steikingunni, blóð á fingri og ekki síst svitinn við að ná steikinni er hrein unun að upplifa.
Að gleyma sér í handverkinu við að búa til gjafirnar er líka ómissandi hluti af þessum árstíma og hvetjum við alla til að eiga slíka stund. Um helgina (25.-27.) er vinsælasta námskeiðið okkar á dagskrá en Vífill Valgeirsson heldur skartgripanámskeið í silfurleir og kopar.
SILFURLEIR – SKARTNÁMSKEIÐ – staðfest haldið
Tími: Föstudag kl. 18-22 og sunnudag 10-17
Leiðbeinandi: Vífill Valgeirsson handverksmaður í silfursmíði
3-4 pláss eru laus fyrir þá sem vilja stökkva til og framleiða nokkra flotta skartgripi.
VÍRAVIRKI Á AKUREYRI – staðfest haldið
Annað frábært silfursmíðanámskeið með víravirkistækninni (þjóðmúningamunstur) verður haldið á laugardaginn á Akureyri.
Tími: Laugardag kl. 10-17
Leiðbeinandi: Júlía Þrastardóttir gullsmiður
Skráning og uppl.: Sími 555-1212 (kl.10-18) og á namskeid@handverk.webdev.is
500 HANDVERKSBÆKUR voru að koma í hús og þónokkuð að nýjum titlum og ansi vinsælt í jólapakkann. Gæðabækur fullar af hugmyndum og tækni við ýmis hráefni og lesandinn býður þess að jólin bjóði hann velkominn út í skúr að leika sér : )
Woodcarving tímaritið var að koma, 3 mismunandi og bjóðast þau á verði tveggja ( 3 blöð = 2.980 kr.)
Áfram Ísland !
Handverkhúsið,
Þorsteinn Grenvíkingur, Muggi Húsvíkingur, Víðir Grenvíkingur, Kalli og Siggi Reykvíkingar.