Fréttir

Námskeiðin haust 2012 – Opið hús

NÁMSKEIÐIN HAUST 2012

Með stolti kynnum við gæða námskeiðsdagskrá enda bjóðum við ávallt upp á bestu leiðbeinendur í handverki hverju sinni. Einnig koma gestakennarar frá útlöndum öðru hverju og ný kynnum við Carol Simmons sem halda mun framhaldsnámskeið (armband, sjá mynd) í skartgripasmíði með skartleir (polymer clay). Aðeins eitt námskeið, sjá nánar hér.

Öll námseiðsdagskrá okkar er eingöngu birt í vefverslun okkar á handverkshusid.is en þar er best að bóka sig á eitthvað af þeim 20 námskeiðum sem við bjóðum upp á næstu mánuði. Fara á handverkshusid.is Athugið að allar okkar vörur má kaupa í vefversluninni.

 

Opið hús verður 25. ágúst kl. 14-16 í verslun okkar í Bolholti 4. Þar munu leiðbeinendur okkar kynna námskeiðin sín og leika á alls oddi. Skráning er þó hafin núna fyrir þá sem vilja tryggja sér pláss en þeir sem eru óákveðnir geta séð handbragðið og fengið svör við spurningum sínum á staðnum.

 

Hauststarfið er annars hafið á fullu, kennarar og leiðbeinendur komnir í gang og handverkshópar að dusta rykið af verkfærum sínum og undirbúa sig.

Minnum á brýnsluþjónustu okkar !!

 

Handverkshúsið

s: 555-1212

Vefverslun: www.handverkshusid.is

netfang: handverkshusid@handverk.webdev.is