Vinsælasta námskeiðið okkar er skartgripasmíði sem kallast Víravirki en þar er kennd sú forna smíðahefð okkar í þjóðbúningamunstri. Við höfum haldið ein 15-20 grunnnámskeið en ekkert framhaldsnámskeið fyrr en nú á vordögum. Skráning er hafin og fyrstir sem staðfesta skráningu tryggja sér þau 6 pláss sem laus eru. Leiðbeinandi Dóra Jónsdóttir Gullsmíðameistari og sérfræðingur í þjóðbúningasilfri.
VÍRAVIRKI – Nýtt námskeið í skartgripagerð með okkar skemmtilegu aðferðum sem við höfum þróað í gegnum aldirnar og kallast víravirki og tengist þjóðbúningagerð okkar. Tvö kvöld – 12 kennslustundir. Framhaldsnámskeiðið 2 kvöld 31. maí og 6. júní frá kl. 18:30 -22.
Víravirkisnámskeið fyrir þá sem vilja prófa að smíða víravirki og kynnast þessari alda gömlu hefð sem byggist á kunnáttu okkar við þjóðbúningagerð en hefur í æ ríkari mæli færst yfir í tískuskartgripi síðari ár.
Skrá sig í síma 555-1212 á daginn eða í vefverslun okkar HÉR