Skilmálar
Öll verð á vefnum eru staðgreiðsluverð með VSK. Allar upplýsingar birtast með fyrirvara um breytingar og innsláttarvillur.
Viðskiptaskilmálar Handverkshúsid.is
Vörur og/eða þjónustu skal staðgreiða nema um annað hafi verið samið sérstaklega. Annar greiðslumáti en skv. meðfylgjandi greiðsluseðlum eða upplýsingum telst ófullnægjandi. Athugasemdir vegna útgefinna reikninga skulu berast Handverkshúsid.is ehf. innan 30 daga frá útgáfudegi. Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga.
Vöruskil
Vöru er einungis hægt að skila til Handverkshúsid.is og ber kaupandi ábyrgð á að kreditreikningur og/eða móttökukvittun sé í samræmi við vöruskil. Vöru fæst aðeins skilað ef eftirfarandi skilyrðum er fullnægt:
Vöru á kaup-, fjármögnunar- eða rekstrarleigu fæst aðeins skilað í samræmi við ákvæði viðkomandi samnings.
Ábyrgð
Sölureikningur telst ábyrgðarskírteini og skal framvísa honum til staðfestingar á ábyrgð. Sé um neytendakaup að ræða gilda reglur kaupalaga um ábyrgðartíma vegna galla. Ef vara er keypt vegna atvinnustarfsemi er ábyrgðartími 12 mánuðir. Ef ábyrgðartími er annar en að framan greinir er þess sérstaklega getið á sölureikningi. Á ábyrgðartíma eru lagfæringar Handverkshúsid.is án endurgjalds á bilunum, sem kunna að verða á búnaði, enda megi rekja þær til framleiðslu- og /eða efnisgalla.
Ábyrgð nær til vélbúnaðar og grunnuppsetningar stýrikerfis samkvæmt stöðlum Handverkshúsid.is.
Ábyrgð nær ekki til vinnu eða aukakostnaðar, t.d. aksturs og ferðatíma, ef óskað er eftir viðgerð utan auglýsts opnunar-tíma Handverkshúsid.is.
Ábyrgð nær hvorki til kostnaðar sem hlýst af breytingum annarra en starfsmanna Handverkshúsid.is á vélbúnaði..
Kaupandi á engar kröfur á hendur Handverkshúsid.is vegna eiginleika hins keypta sem hann varð var við, mátti verða var við eða mátti sjá við notkun, af leiðbeiningum, lýsingum eða öðrum tæknilegum upplýsingum er fylgdu hinu keypta.
Handverkshúsid.is ber í engu tilviki ábyrgð á rekstrartapi kaupanda eða öðru óbeinu tjóni hans, þ.m.t. glötuðum ágóða eða ráðgerðum sparnaði, hvort sem tjónið er rakið til galla, skemmda eða eyðileggingar á hinu keypta eða til annarra ástæðna.
Þurfi Handverkshúsid.is að greiða kaupanda bætur í tengslum við samning þennan getur kaupandi aldrei farið fram á greiðslu bóta sem eru hærri en sem nemur kaupverði hins keypta skv. samningi þessum.
Ábyrgð á búnaði fellur niður ef:
- Innan við 30 dagar eru frá sölu vörunnar
- Sérpantaðri vöru fæst ekki skilað.
- Verksmiðjunúmer hefur verið fjarlægt
- Tjón verður sem stafar af rangri meðferð, misnotkun eða slysni
- Um eðlilegt slit vegna notkunar búnaðar er að ræða
- Viðgerð eða tilraun til viðgerðar hefur verið gerð af öðrum en starfsmönnum Handverkshúsid.is
- Átt hefur verið við búnaðinn þannig að skemmd hefur hlotist af
- Ábyrgðarinnsigli hefur verið rofið (á við um búnað sem hefur ábyrgðarinnsigli)
Reglur sem gilda um netviðskipti
Athugið að rafrænn fjarsölusamningur er jafngildur skriflegum samningi en kaupandi hefur þó rétt til að falla frá. kaupunum, án kostnaðar, í allt að fjórtán daga frá móttöku vörunnar að uppfylltum eftirtöldum skilyrðum:
- Vörunni sé skilað til fyrirtækisins án áfallins sendingarkostnaðar.
- Innsigli á búnaði má ekki vera rofið.
- Búnaðurinn sé óskemmdur og í upprunarlegum umbúðum.
- Að ekki sé um sérpöntun eða sérsniðna vöru að ræða.
- Handverkshúsid.is ábyrgist að veittar persónuupplýsingar verða ekki afhentar öðrum né notaðar í öðrum tilgangi en viðkomandi viðskiptum.
Trúnaður
Handverkshúsið heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar frá kaupanda verða ekki afhentar þriðja aðila undir neinum kringumstæðum.
Notkun á persónuupplýsingum
Sendingar úr kerfi Handverkshússins kunna að nota persónuupplýsingar, s.s. búsetu, aldur eða viðskiptasögu, til að útbúa viðeigandi skilaboð til meðlima síðunnar. Þessar upplýsingar eru aldrei afhentar þriðja aðila. Meðlimir Handverkshússins geta ætíð afskráð sig og þannig neitað fyrirtækinu notkun á slíkum upplýsingum.
Lög um varnarþing
Um þjónustuviðskipti gilda skilmálar sem skilgreindir eru í lögum um húsgöngu- og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og lög um þjónustukaup nr. 42/2000. Varnarþing Handverkshússins er Héraðsdómur Reykjaness.