Vörulýsing
Rennt verður íslenskt þurrt birki og kennd verða öll helstu undirstöðuatriði frá grunni. Þátttakendur læra bæði að renna milli odda sem og skál í patrónu en slíkt verkefni verður sameinað í rennsli á bikar.
Þátttakendur þurfa ekki að koma með neitt með sér heldur útvegum við öll tæki og tól sem og hráefni í verkefnin.
Um leiðbeinandann:
Trausti Óskarsson, fagmaður í trérennsli, renndi birki í verslun okkar í haust þar sem hann lék við hvern sinn fingur og sýndi áhugsasömum alls konar trix og aðferðir. Trausti hefur rennt um áratugaskeið og sýnt handbragðið hér heima og erlendis. Hann er einn af hvatamönnum stofnunar áhugafélags um trérennsli á Íslandi sem er í dag einn virkasti handverkshópur landsins. Trausti tekur einnig að sér að kenna bæði byrjendum og lengra komnum allt um trérennsli.