Vörulýsing
GLER – Tiffanys Byrjendanámskeið í tiffanys sem veitir innsýn í þessa skemmtilegu gleriðn. Þátttakendur hanna og klára gluggaverk. Efnistök: Skurður, samsetning, tinun. Leiðbeinandi: Ólöf Davíðsdóttir, glerlistakona. . Námskeiðsgjald greiðist að fullu við skráningu. Glerið er innifalið í námskeiðsgjaldi. Verkfæri og annað sem til þarf verður aðgengilegt á námskeiðum. Á námskeiðinu vinna þátttakendur að 30-40 cm stóru gluggaverki í mörgum litum. Kenndur er glerskurður en unnið er með marga liti af Spectrum gleri í verkin. Hver og einn hannar mynd, sker formin, raðar upp í þ.t.g. platta og klára allan frágang undir tinun á verkinu sem er lokastigið. Fleiri minni verkefni eru kynnt og prófuð s.s. að tina í kringum íslenskt náttúrugrjót, t.d. lyklakippur eða skart.
Námskeið Handverkshússins eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga. Þátttakendur fá viðurkenningarskjal fyrir þátttöku sína og skráðar kennslustundir.