Vörulýsing
nánari upplýsingar:
Námskeiðið er 4 kvöld og 4 klst. (6kennslustundir x 4 = 24 kennslustundir).
Unnið er með allskonar gerðir af heflum sem henta hverju sinni, sagir, sporjárn og ýmis mælitæki.
Nákvæmnivinna sem er grunnurinn að vandaðri smíði og allir klára skemmtilegt verkefni sem er geirnelgdur kassi með haldi. Allt úr tré og engar skrúfur sem er snilldin við þessa smíði.
Námskeið Handverkshússins eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga. Þátttakendur fá viðurkenningarskjal fyrir þátttöku sína og skráðar kennslustundir.