Forsíða Tilboð og Sett
Durston vals 130mm slé+vír
Verkfærasett Silfursmíði Stóri m.öllu
Trérennisett f. byrjendur
Rennisett fyrir þá sem vilja byrja að renna sjálfir á sem hagstæðastan hátt.
Í settinu er fínasti rennibekkkur en hraðabreyting er þó á reimum. Ath. margir bæta við rennipatrónu líka, sjá neðar.
einnig eru fínustu rennijárn í settinu en þó betra að brýna þau betur í upphafi og verða þá miklu betri. Bókin er lika grunnbók sem hægt er að læra ýmislegt.
Gjafabréf
Falleg gjafabréf þrykkt í gömlu Heidelberg prentvélinni hjá Letterpress og kemur í fallegu umslagi.
Þessi gjafabréf eru eingöngu afhent í búðinni eða send í hefðbundnum pósti með Póstinum.
Athugið að hægt er að velja 5.000/10.000/15.000/20.000/30.000/50.000 eða 100.000 gjafabréf, velið í fellilistanum.
GJAFABRÉFIN OKKAR FALLA ALDREI ÚR GILDI OG VIRKA Á ALLAR VÖRUR Í VERSLUN DALVEGI, HANDVERKSHUSID.IS OG NÁMSKEIÐIN OKKAR : )
Tormek T4 Original hverfissteinn
Nett hágæða brýnsluvél frá Tormek – Frábær lausn fyrir þá sem vilja hafa verkfærin sín 100%, ekki aðeins hárbeitt heldur að þau endist vel og lengi. Mjög fáar lausnir hafa svo nákvæm lönd og stillingar til að brýna eggjárnin eins og best verður á kosið. ATH. stýringar allskonar eru í boði á vélina en seljast sér, bæði í boði sem stakar stýringar og einnig í boði 2 gerðir af settum í tösku.
Pfeil D-Sett: 12stk – Stutt
Flexcut Deluxe Útskurðarsett: 20stk
Frá Flexcut USA - Ein bestu járn á markaðnum - Þetta sett inniheldur 20 stk, m.a 16 helstu járnin sem þarf. í settinu eru tvö handföng, annnað þeirra fyrir lófa og 16 mismunandi formuð skurðarblöð, einn hnífur og brýnslusett.
Flexcut útskurðarhnífar eru fullbrýndir og póleraðir og renna því vel í gegnum útskurðarvið.
Annálaðir gæðahnífar, falla vel í lófann, eru léttur og mjög auðvelt að viðhalda bitinu. Mælum með slípimassann og brýnslusettið nr. PW12