Vörulýsing
Nánar:
Miklir möguleikar og hentar efnið vel til smíða heima á eldhúsborði fyrir allan almenning sem og fagfólk.
Verkfæri eru tiltölulega einföld og þvi kostar ekki mikið að setja upp aðstöðu heima fyrir til að smíða úr silfurleir. ATH. allt er innifalið nema silfrið sem fólk smíðar úr (silfurleir og silfursprauta ca. 7.500 kr.) sem greitt er í lok námskeiðs.
Námskeið Handverkshússins eru styrkhæf hjá flestum fræðslusjóðum stéttarfélaga. Þátttakendur fá viðurkenningarskjal fyrir þátttöku sína og skráðar kennslustundir.