Fréttir

Harley Refsal tálgar fólk

Í janúarbyrjun komu 20 tálguáhugafólk saman og lærðu skandinavíska tálgutækni af Harley Refsal sem fluttur var hingað til lands af nokkrum tálgumeisturum. Mjög mikil ánægja var með námskeiðið og lærðu þátttakendur margt nýtt enda er hér um snilling að ræða sem kemur efninu einstaklega vel frá sér.
Harley hefur gefið út margar bækur, kennslusnældur og hannað margar fígúrur en þetta fæst nú allt í Handverkshúsinu. 

Af þessum 20 þátttakendum var aðeins 1 kona en hún sló þeim mörgum ref fyrir rass í tækninni enda engin byrjandi í faginu.
Harley hefur einnig hannað sér aðbrigði af Mora tálguhnífnum en bitið er á beina fletinu og blaðið brýnt alveg frá egginni og upp á bak blaðsins. Þetta gerir skurð með hnífnum beint ofan í efnið miklu auðveldara en það er mikið notað við þessa skandinavísku tálguaðferð sem Harley ástundar og kennir um allan heim.
Harey stefnir á að koma aftur á næsta ári og ættu áhugamenn að fylgjast vel með og geta haft samband við Handverkshúsið til nánari upplýsinga.
Hér má sjá myndir af linditrénu sem notað er í fígúrurnar en þær eru fáanlegar í Handverkshúsinu tilsagaðar eins og á myndumum. http://www.pinewoodforge.com/