Karfan þín er tóm.
 

Blog og Fréttir

SUMAROPNUN - LEIKUM OKKUR
AÐ SJÁLFSÖGÐU ER OPIÐ ALLA VIRKA DAGA Í SUMAR OG SKAPANDI FÓLK FÆR ALLT ÞAÐ HELSTA Í VERKEFNI SÍN. VIÐ ÓSKUM ÞÓ EFTIR SMÁ FRÍI Á LAUGARDÖGUM EN FRÁ OG MEÐ MORGUNDEGINUM OG FRAM YFIR VERSLUNARMANNAHELGI VERÐUR LOKAÐ Á LAUGARDÖGUM NEMA ALLT FARI Á HLIÐINA 

SUMAROPNUN 8. JÚNÍ TIL 4. ÁGÚST
OPIÐ VIRKA DAGA KL. 10-18
LAU + SUN ERUM VIÐ AÐ LEIKA OKKUR.

 

 

Heil og sæl,

hjúkk maður...jólin eru að koma og snjórinn gerir þau enn skemmtilegri en jólasteikin er alltaf á sínum stað. Nú er síðasta veiðihelgi rjúpnaveiðimanna og það lítur ágætlega út með veiðiverður víðast hvar á laugardaginn. Undirritaður ætlar að bregða sér norður í heimabyggð á Grenivík og arka til fjalla með nesti og nýja skó. Já hefðir í kringum jólin eru alveg ómissandi og jólarjúpan, lyktin af steikingunni, blóð á fingri og ekki síst svitinn við að ná steikinni er hrein unun að upplifa.
Að gleyma sér í handverkinu við að búa til gjafirnar er líka ómissandi hluti af þessum árstíma og hvetjum við alla til að eiga slíka stund. Um helgina (25.-27.) er vinsælasta námskeiðið okkar á dagskrá en Vífill Valgeirsson heldur skartgripanámskeið í silfurleir og kopar.

SILFURLEIR - SKARTNÁMSKEIÐ - staðfest haldið
Tími: Föstudag kl. 18-22 og sunnudag 10-17
Leiðbeinandi: Vífill Valgeirsson handverksmaður í silfursmíði
3-4 pláss eru laus fyrir þá sem vilja stökkva til og framleiða nokkra flotta skartgripi.

VÍRAVIRKI Á AKUREYRI - staðfest haldið
Annað frábært silfursmíðanámskeið með víravirkistækninni (þjóðmúningamunstur) verður haldið á laugardaginn á Akureyri.
Tími: Laugardag kl. 10-17
Leiðbeinandi: Júlía Þrastardóttir gullsmiður

Skráning og uppl.: Sími 555-1212 (kl.10-18) og á Þetta tölvupóstfang er varið gegn ruslpóstsþjörkum, Þú verður að hafa JavaScript virkt til að sjá það.

 

500 HANDVERKSBÆKUR voru að koma í hús og þónokkuð að nýjum titlum og ansi vinsælt í jólapakkann. Gæðabækur fullar af hugmyndum og tækni við ýmis hráefni og lesandinn býður þess að jólin bjóði hann velkominn út í skúr að leika sér : )
Woodcarving tímaritið var að koma, 3 mismunandi og bjóðast þau á verði tveggja ( 3 blöð = 2.980 kr.)


Áfram Ísland !

Handverkhúsið,
Þorsteinn Grenvíkingur, Muggi Húsvíkingur, Víðir Grenvíkingur, Kalli og Siggi Reykvíkingar.

 

Ný upplýsinga- og skráningarsíða fyrir handverksnámskeið okkar fær geysilega góðar móttökur.  Yfir hundrað manns skráð sig fyrsta mánuðinn en miklu betri upplýsingar um námskeiðin, leiðbeinendur og myndir og vídeó hjálpa mikið við að velja rétta námskeiðið.

Ekki þarf að skrá sig inn heldur er einfalt skráningarform og reikningurinn fyrir gjaldinu er sendur í heimabankann til greiðslu.

SKOÐA SÍÐUNA

Upplýsingar og skráning námskeið okkar er á handverkshusid.is en skráning stendur sem hæst núna.

Sá sem skráir sig á námskeið er að taka mjög jákvætt skref sem opnar nýjar víddir.

Verði námskeiða okkar er haldið raunhæfu en um vönduð námskeið er að ræða með mjög hæfum leiðbeinendum og góðri vinnuaðstöðu og tækjum.

Minnum á að stéttarfélög greiða oft stóran hluta námskeiðsgjalda niður fyrir félagsmenn sína.

Sjá nánar um námskeiðin á handverkshusid.is/namskeid

Handverkshúsið hleypir starfsfólki sínu út í náttúruna um Verslunarmannahelgina og því er verslun okkar á Dalvegi lokuð alla helgina.

Opnum aftur endurnærð kl. 10 á þriðudag : )

Fleiri greinar...

Síða 1 af 3

Fyrsta
Fyrri
1